Styrkveitingar Grænlandssjóðs 2006
Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr Grænlandssjóði. Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga.
Ráðstöfunarfé sjóðsins nam að þessu sinni 530 þúsund krónum. Styrkumsóknir voru 29, en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila:
- Najaaraq Eliassen vegna ferðar 9. bekkjar Narsap Atuafia skóla í Narsaq til Íslands
- Ole G. Jensen vegna ljósmyndasýningar um lífið í Tasiillaq í Norræna húsinu í Reykjavík
- Karen Albrechtsen og Kirsten Nystrup vegna ferðar 9. bekkjar Qorsussuaq skóla til Íslands
- Rikke Houd og Jón Hallur Stefánsson vegna þátttöku 8 grænlenskra ungmenna í verkefnasýningu Polar Radio í Reykjavík.
Reykjavík, 28. apríl 2006