Hoppa yfir valmynd
3. maí 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Hjúkrunarrýmum fjölgað á Akranesi - heimahjúkrun efld

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að heimila að dvalarrýmum á Akranesi verði breytt í hjúkrunarrými. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra greindi forsvarsmönnum hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða á Akranesi frá ákvörðun sinni í gær. Ákvörðun ráðherra þýðir að hjúkrunarrýmum á Höfða fjölgar um fimm og verða þá 46 hjúkrunarrými á heimilinu. Dvalarrýmum verður hins vegar fækkað og verða þau 32. Kostnaður við þessa breytingu verður um 15 milljónir króna. Í heimsókn sinni á sjúkrahúsið á Akranesi greindi ráðherra sömuleiðis frá því að hún hefði tekið ákvörðun um að styrkja og efla heimahjúkrun á vegum heilsugæslunnar á staðnum, en með sex milljóna króna framlagi er talið unnt að tvöfalda megi heimahjúkrunina. Samtals er þannig bætt um 21 milljón króna inn í þjónustuna við aldraða á Akranesi. Hingað til hefur verið veitt heimahjúkrun og þjónusta að degi til virka daga og ekki um helgar, en nú stendur mönnum til boða þjónusta fram á kvöld alla daga, þ.e. líka um helgar. Með þessu vill ráðherra stuðla að samþættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu og gefa þeim úr hópi aldraðra sem það vilja kost á að dvelja heima eins lengi. Talið er að þessi breyting dragi úr eftirspurn eftir dýrari úrræðum eins og stofnanavist.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta