Hoppa yfir valmynd
3. maí 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning á „sjúkraliðabrú”

Með vísan til ákvæða kafla 7.6 um mat á óformlegu námi og starfsreynslu í aðalnámskrá framhaldsskóla vill menntamálaráðuneytið koma á framfæri eftirfarandi viðmiðun um mat á óformlegu námi einstaklinga er starfað hafa við umönnun sjúklinga án þess að hafa lokið formlega námi af sjúkraliðabraut.

Til framhaldsskóla.

 


Vísað er til námskrár sjúkraliðabrautar, sem tók gildi með auglýsingu nr. 661/2004 um breyting á aðalnámskrá framhaldsskóla, sbr. einnig aðalnámskrá framhaldsskóla - brautalýsingar frá ágúst 2004. Nám á sjúkraliðabraut er 120 einingar, þar af er vinnustaðanám 15 einingar og starfsþjálfun 16 vikur.

Með vísan til ákvæða kafla 7.6 um mat á óformlegu námi og starfsreynslu í aðalnámskrá framhaldsskóla vill menntamálaráðuneyti koma á framfæri eftirfarandi viðmiðun um mat á óformlegu námi einstaklinga er starfað hafa við umönnun sjúklinga án þess að hafa lokið formlega námi af sjúkraliðabraut. Einstaklingar sem orðnir eru 23 ára, hafa 5 ára starfsreynslu og meðmæli frá vinnuveitanda sínum eiga þess kost að fá metið nám og starfsreynslu sem hluta af námi á sjúkraliðabraut. Miðað er við að viðkomandi hafi að jafnaði starfað við umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra og hafi auk þess lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga og/eða annarra aðila sem hafa það markmið að auka kunnáttu og færni til starfa á hjúkrunarsviði. Nám það sem hér um ræðir og er að umfangi á bilinu 230-260 stundir skal jafngilda 12 einingum af sérgreinum sjúkraliðabrautar og stytta námið hlutfallslega í samræmi við það. Starfsreynsla í umönnunarstörfum er metin sem hluti af náminu.

Þeir sem óska eftir mati samkvæmt ofansögðu skulu að lágmarki ljúka 60 eininga sérgreinanámi sjúkraliðabrautar svo sem nánar er tilgreint á meðfylgjandi blaði, svo framarlega sem þeir hafi ekki lokið námi í þeim áföngum áður. Sérstök athygli er vakin á meðfylgjandi áfangalýsingum vinnustaðanámsins.

 

Fyrir hönd ráðherra


 Sólrún Jensdóttir
  
   
   
 
  
Sigurjón Mýrdal
  

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta