Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins flytur
Höfuðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flytjast í Mjóddina í Reykjavík í ágúst þegar heilsugæslan fer úr Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og nýir eigendur taka við því húsi. Nýja húsnæðið er að Álafabakka 16 og í Þönglabakka 1 í Mjódd. Staðsetningin í Mjódd þykir mjög heppileg. Starfsemin verður þar á einum stað nálægt þungamiðju þjónustusvæðisins sem nær frá Hafnarfirði upp á Kjalarnes, um Garðabæ, Kópavog Reykjavík og Seltjarnarnes. Aðal umferðaræðar í gatnakerfi höfuðborgasvæðisins liggja við Mjóddina og þar er einnig ein af aðal miðstöðvum almenningssamgangna á Höfuðborgarsvæðinu. Þá er fyrir í Mjóddinni ein heilsugæslustöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og miðstöð heimahjúkrunar sem heyrir einnig undir starfsemi heilsugæslunnar.