Hoppa yfir valmynd
11. maí 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kaupgeta á íbúðamarkaði dregst saman

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Kaupgeta á íbúðamarkaði (e. affordability) ræðst af nokkrum breytum.

Á annarri hliðinni eru vaxtakjör, fasteignaverð og lánstími húsnæðislána. Lægri vextir og lengri lánstími draga úr greiðslubyrði en á móti eykur hærra fasteignaverð hana.

Á hinni hliðinni eru ráðstöfunartekjur. Launahækkanir auka kaupgetuna og það gera skattalækkanir einnig en verðbólga rýrir hana.

Kaupgeta á húsnæðismarkaði janúar 2003 - mars 2006Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig kaupgeta á fasteignamarkaði hefur verið að þróast frá byrjun árs 2003. Hér er einungis miðað við launabreytingar þar sem mánaðarleg gögn um ráðstöfunartekjur liggja ekki fyrir.

Kaupgetan náði hámarki haustið 2004 í kjölfar breytinga á húsnæðislánamarkaði. Við hækkunina jókst eftirspurn sem leiddi til þess að fasteignaverð fór hækkandi þar sem ekki var nægt framboð til að mæta henni.

Frá og með byrjun árs 2005 hefur kaupgetan verið að dragast saman og má því segja að sá ávinningur, sem skapaðist af minni greiðslubyrði vegna lægri vaxta og lengri lánstíma hafi verið horfinn á fyrsta ársfjórðungi 2005 þrátt fyrir launahækkanir og skattalækkanir. Til viðbótar hafa vextir á nýjum íbúðalánum verið að mjakast upp frá haustmánuðum 2005.

Kaupgeta einstaklinga á fasteignamarkaði í ár og á næstu árum mun að öðru óbreyttu ráðast af áframhaldandi þróun fasteignaverðs, langtímavaxta og ráðstöfunartekna.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta