Hoppa yfir valmynd
11. maí 2006 Matvælaráðuneytið

Opinber heimsókn sjávarútvegsráðherra Færeyja

Björn Kalsö sjávarútvegsráðherra Færeyja og föruneyti kemur í opinbera heimsókn til Íslands 15. maí n.k. í boði Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Ráðherrarnir ræða á óformlegum fundi um þau mál sem efst eru á baugi í samskiptum þjóðanna á sjávarútvegssviðinu. Í kjölfarið kynnir Kalsö sér nokkur íslensk fyrirtæki bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum. Hann heimsækir Marel og HB-Granda, bregður sér til Bolungarvíkur, skoðar 3x-Stál á Ísafirði, þorskeldi í Súðavík, snjóflóðavarnir á Flateyri og leikskóla sem Færeyingar gáfu og Súðvíkingum og Flateyringum í kjölfar snjóflóðanna 1995. Með Birni í för verða Hennibeth Kalsö eiginkona hans og Rógvi Reinert ráðuneytisstjóri. Heimsókninni lýkur 17. maí.

EKG__a_fundi_i_Fareyjum_mai_2006               Einar K. Guðfinnsson og Björn Kalsö, á ráðstefnu í Færeyjum.             

 

 

 

Sjávarútvegsráðuneytinu 11. maí 2006

                                                           



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta