Hoppa yfir valmynd
11. maí 2006 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra heimsækir dreifingarstöð Íslandspóst í Dalshrauni

Fyrr í dag kynnti Sturla Böðvarsson sér starfsemina sem fram fer frá því að póstur berst frá Póstmiðstöðinni á Stórhöfða til dreifingarmiðstöðvarinnar í Dalshrauni í Hafnarfirði.

Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts, Helga Magnúsdóttir fulltrúi, Sigurjón Baldursson forstöðumaður dreifingarstöðva og Sturla Böðvarsson
Heimsokn_til_Islandsposts_i_Dalshrauni

Með ráðherra í för voru Halldór S. Kristjánsson skrifstofustjóri, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Bergþór Ólason aðstoðarmaður ráðherra.

Á móti þeim tóku Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspóst, Andrés Magnússon starfsmannastjóri, Tryggvi Þorsteinsson framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs, Sigurjón Baldursson forstöðumaður dreifingarstöðva og Freydísi H. Jónsdóttur dreifingarstjóra í Dalshrauni.

Kynntu þau sér starfsemina sem fram fer frá því að póstur berst frá Póstmiðstöðinni á Stórhöfða 32 til dreifingarstöðvarinnar og hvernig hann er flokkaður af bréfberum í hverfi áður en þeir bera hann út. Hjá dreifingarmiðstöðinni í Dalshrauni eru 62 starfsmenn sem sjá um að koma pósti til 10.400 heimila og 800 fyrirtækja á Álftanesi, í Hafnarfirði og í Garðabæ.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum