Hoppa yfir valmynd
11. maí 2006 Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegssýning í Brussel 2006

Fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneyti

Sjávarútvegssýningin í Brussel

 

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sótti sjávarútvegssýninguna í Brussel 9. og 10. maí. Þetta er stærsta fagsýning í heimi á sviði sjávarútvegs og taka meira en 1600 fyrirtæki frá hátt í 70 löndum þátt í henni. Um 30 íslensk fyrirtæki kynna starfsemi sína á sýningunni. Sýnendur nota gjarnan tækifærið til að kynna nýjungar í framleiðslu sinni og afhjúpaði sjávarútvegsráðherra við sérstaka athöfn nýja gerð kerja frá Sæplasti.

 

Á sýningunni átti sjávarútvegsráðherra óformlegan fund með Patrick Tabone sem stýrir skrifstofu framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Meðal annars skoðuðu þeir nýjan vef sem hefur verið opnaður um umhverfismerkingar sjávarafurða. Vefurinn er kostaður og vistaður af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en unnin í samvinnu framkvæmdastjórnarinnar og íslenska sjávarútvegsráðuneytisins. Hann er aðgengilegur á vef Evrópusambandsins og  í gegnum  heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Slóðin er:

http://europa.eu.int/comm/fisheries/doc_et_publ/factsheets/facts/en/ecolabel_definition.htm

 EKG_sjavarutvegssyning_Brussel_2006

 Erlendur Arnarson hjá Sæplasti og Einar K. Guðfinnsson bregða á leik eftir að sjávarútvegsráðherra svipti hulunni var af nýju kerjunum.              

                                        

                                                                                    Sjávarútvegsráðuneytinu 11. maí 2006

 

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum