Hoppa yfir valmynd
12. maí 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Rúmlega eitt prósent kjörgengra einstaklinga á framboðslistum

Frá sundlauginni á Akureyri
Frá sundlauginni á Akureyri

Á kosningavef félagsmálaráðuneytisins, www.kosningar.is , eru nú aðgengilegar upplýsingar um framboð í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 27. maí næstkomandi.

Framboðslistar komu fram í 60 sveitarfélögum, en óbundin kosning mun fara fram í 19 sveitarfélögum þar sem engir listar eru boðnir fram.
Í Breiðdalshreppi og Tjörneshreppi kom aðeins fram einn listi og er því sjálfkjörið í þeim sveitarfélögum.
Alls eru 170 listar í framboði til sveitarstjórna í þeim 58 sveitarfélögum þar sem listakosning fer fram þann 27. maí. Á þeim listum eru 2.556 einstaklingar í framboði, sem eru 1,2% kjörgengra einstaklinga í landinu.

Í eftirtöldum sveitarfélögum mun fara fram óbundin kosning þann 27. maí. Í þeim sveitarfélögum eru í raun allir kjósendur í framboði, aðrir en þeir sem hafa skorast undan endurkjöri skv. heimild í 18. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.Því má ljóst vera að verulegur hluti kjörgengra einstaklinga í landinu er í framboði til sveitarstjórna.

  • Skorradalshreppur
  • Helgafellssveit
  • Eyja- og Miklaholtshreppur
  • Reykhólahreppur
  • Súðavíkurhreppur
  • Árneshreppur
  • Kaldrananeshreppur
  • Skagabyggð
  • Akrahreppur
  • Grímseyjarhreppur
  • Hörgárbyggð
  • Svalbarðsstrandarhreppur
  • Grýtubakkahreppur
  • Skútustaðahreppur
  • Svalbarðshreppur

Nánari upplýsingar um framboðslista í sveitarfélögum má finna á www.kosningar.is




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta