Hoppa yfir valmynd
16. maí 2006 Innviðaráðuneytið

Aðgengisstefna fyrir stjórnarráðsvefinn

Í skýrslunni Aðgengi allra að vefnum sem út kom í janúar 2006 eru lagðar fram tillögur um aðgerðir sem stuðla að því að fatlaðir og aðrir hópar sem gefa þarf sérstakan gaum í upplýsingasamfélaginu geti nýtt sér þjónustu á Netinu. Fram kemur meðal annars að stofnanir skulu marka sér stefnu í aðgengismálum fyrir lok ársins 2006. Vefstjórn stjórnarráðsvefs hefur nú markað aðgengisstefnu fyrir vefi ráðuneytanna.

Í stefnunni segir m.a.:

Stjórnarráð Íslands hefur einsett sér að gera stjórnarráðsvefinn aðgengilegan fötluðum. Stefnt er að því að allt efni á vefnum muni að minnsta kosti standast viðmiðunarreglur WCAG 1.0 af gerð A fyrir 1. júlí 2007*. Stjórnarráð Íslands mun endurskoða stefnu sína árlega í því skyni að uppfylla enn betur kröfur um aðgengi allra að vefnum. Einstök ráðuneyti geta hvert fyrir sig sett sér markmið um að ná tilteknu aðgengisstigi fyrr en kveður á um í sameiginlegri aðgengisstefnu fyrir stjórnarráðið og vísað í það á vef sínum. Vefstjórn stjórnarráðsins hefur það hlutverk að tryggja að stjórnarráðsvefurinn uppfylli ávallt sett markmið um aðgengi.

Síður á stjórnarráðsvefnum sem uppfylla aðgengisstefnu eru merktar sérstaklega með táknmynd W3C sem komið er fyrir neðst í vinstri dálki og krækt í síðu þar sem fram kemur fyrir hvað táknmyndin stendur.

* Sumt eldra efni (eldra en 2005), t.d. ýmsar PDF- og DOC-skrár, getur verið þannig frágengið að erfitt muni reynast að gera það aðgengilegt að fullu. Viðmiðunarreglur WCAG 1.0 eru frá árinu 1999. Unnið hefur verið að endurskoðun á reglunum að undanförnu undir vinnuheitinu WCAG 2.0. Stefnt er að því að þær taki gildi í lok ársins 2006 eða í byrjun 2007 og verða þær þá um leið viðmiðunarreglur stjórnarráðsvefs.

Stefnan er aðgengileg í heild sinni á vef forsætisráðuneytis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta