Hoppa yfir valmynd
17. maí 2006 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Fastafulltrúarnir Julian R. Hunte og Hjálmar W. Hannesson. Að baki þeim standa  Michelle Joseph, sendiráðsritari og Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur
Fastafulltrúarnir Julian R. Hunte og Hjálmar W. Hannesson. Að baki þeim standa Michelle Joseph, sendiráðsritari og Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur

Fastafulltrúar Íslands og Sankti Lúsíu hjá Sameinuðu þjóðununum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Julian R. Hunte, undirrituðu í New York miðvikudaginn 17. maí, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Fastafulltrúarnir ræddu m.a. á fundi sínum möguleika á samstarfi ríkjanna á sviði ferðamannaiðnaðar, sjávarútvegs og orkumála. Julian R. Hunte er fyrrum forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og núverandi forseti samtaka smáeyjaríkja (Alliance of Small Island States, AOSIS).



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta