Stofnun stjórnmálasambands
Fastafulltrúar Íslands og Sankti Lúsíu hjá Sameinuðu þjóðununum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Julian R. Hunte, undirrituðu í New York miðvikudaginn 17. maí, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.
Fastafulltrúarnir ræddu m.a. á fundi sínum möguleika á samstarfi ríkjanna á sviði ferðamannaiðnaðar, sjávarútvegs og orkumála. Julian R. Hunte er fyrrum forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og núverandi forseti samtaka smáeyjaríkja (Alliance of Small Island States, AOSIS).