Hoppa yfir valmynd
18. maí 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aldur frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum 27. maí

Meðalaldur fulltrúa á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum í vor er 43 ár, sem er sami meðalaldur og í kosningunum 2002.

Elsti fulltrúi á framboðslista í sveitarstjórnarkosningunum í vor er Vilhjálmur Hjálmarsson, 92 ára, frá Brekku í Mjóafirði. Vilhjálmur er í 18. sæti B- lista framsóknarmanna í Fjarðabyggð.

Tíu frambjóðendur eru 18 ára, samanborið við þrjá í kosningunum 2002. Yngsti fulltrúi á framboðslista í sveitarstjórnarkosningunum í vor er Valgeir Pálsson Krüger, nemi. Valgeir varð 18 ára þann 6. maí síðastliðinn og situr í 13. sæti á S- lista Samfylkingarinnar í Eyjafjarðarsveit.

Sá af yngstu frambjóðendunum sem á sæti efst á lista er Sædís Alda Karlsdóttir 18 ára nemi. Hún er í 8. sæti á L -lista í Grundafjarðarbæ.

www.kosningar.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum