Umhverfisráðherra staðfesti aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024
Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra staðfesti og undirritaði nýtt aðalskipulag Seltjarnarness þann 16. maí sl. Þar með er lokið umfangsmiklu skipulagsferli sem hófst með fjölmennu og vel heppnuðu íbúaþingi haustið 2002. Við undirritunina sagði ráðherra meðal annars að ánægjulegt hefði verið hvernig íbúalýðræði var beitt á markvissan hátt þegar kosið var um skipulagsmál á Seltjarnarnesi síðast liðið sumar. Kosningin hafi orðið til þess að sátt skapaðist um skipulagsmál bæjarfélagsins og væri nýstaðfest aðalskipulag til vitnis um það.