Úthlutun úr Fornleifasjóði 2006
Fornleifasjóður fékk fimm milljónir króna á fjárlögum þessa árs. Þeim ber að verja til verkefna, er stuðla að rannsóknum og varðveislu á fornleifum og forngripum. Sjóðnum bárust að þessu sinni fjörutíu og fimm umsóknir, þar sem beðið var í allt um nærri þrjátíu og sex milljónir króna.
Stjórn sjóðsins kom saman 15. maí s.l. og ákvað úthlutum styrkja sem hér segir:
1. Byggðasafn Skagfirðinga, Guðný Zoëga deildarstj.
Kuml, dysjar eða kirkjugarður í Melsgili.
Kr. 780.000.
2. Fornleifafræðistofan, Kristján Mímisson.
Til fornleifafræðirannsókna 17. aldar býlisins Búðarárbakka.
Kr. 700.000.
3. Fornleifafræðistofan, dr. Bjarni F. Einarsson.
Til að grafa upp landnámsskála í Hólmi í Nesjum.
Kr. 900.000.
4. Fornleifastofnun Íslands, Howell Roberts.
Vegna fornleifarannsóknar á öskuhaug á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Kr. 790.000.
5. Hugvísindastofnun H.Í., Torfi Tulinius o. fl.
Rannsókn fornleifa í Vatnsfirði.
Kr. 800.000.
6. Náttúrustofa Vestfjarða, Ragnar Edvardsson.
Framhaldsrannsókn á hvalveiðum Baska við Ísland.
Kr. 600.000.
7. Skriðuklaustursrannsóknir, dr. Steinunn Kristjánsdóttir.
Til kaupa á nýju teikniforriti.
Kr. 300.000.
Stjórn Fornleifasjóðs skipa Ásgerður Halldórsdóttir viðskiptafræðingur, Magnús Þorkelsson fornleifafræðingur og sr. Þórir Stephensen, sem er formaður stjórnarinnar.