Hoppa yfir valmynd
23. maí 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

22% frambjóðenda í efsta sæti eru konur

Kynjahlutföll frambjóðenda
Kynjahlutföll frambjóðenda

Konur eru 44% allra frambjóðenda á listum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara næstkomandi laugardag.

Í kosningunum 2002 voru konur 41% frambjóðenda og í kosningunum 1998 voru þær 38%. Hlutfall kvenna á framboðslistum fer því stigvaxandi.

Konur leiða 22% þeirra lista sem í framboði eru í vor, samanborið við 20% í kosningunum 2002.

Sé litið til fjögurra efstu sæta, sem eru þau sæti sem alla jafna eiga mesta möguleika á að ná kjöri, eru konur 42% frambjóðenda á móti 58% karla.

Konur eru 32% fulltrúa í sveitarstjórnum í dag. Við viljum vekja athygli á sérstöku jafnréttiskorti á kosningavef ráðuneytisins þar sem sjá má kynjaskiptingu eftir sveitarfélögum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum