Hoppa yfir valmynd
24. maí 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Síðasti dagur til að koma utankjörfundaratkvæðum til skila með pósti

Pósturinn
Pósturinn

Af gefnu tilefni vill Íslandspóstur koma því á framfæri að hann getur ekki komið kjörseðlum til skila sem póstlagðir eru nk. föstudag 26. maí. Síðasti dagur til að koma utankjörfundaratkvæðum til skila með pósti er því í dag, 24. maí.

Upplýsingar um utankjörfundaratkvæði

Kjósendur skulu sjálfir annast og kosta sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt ef kjósandi óskar þess að koma bréfinu í póst. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá.

Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur viðkomandi kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo unnt sé að taka það til greina við kosninguna.

Utankjörfundaratkvæðið er þannig á ábyrgð kjósanda þar til það hefur borist viðkomandi kjörstjórn.

Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag þó hann hafi sent inn utankjörfundaratkvæði. Utankjörfundaratkvæðið er þá lagt til hliðar óopnað.

Enn fremur er kjósanda heimilt að greiða atkvæði utankjörfundar oftar en einu sinni. Hið síðastgreidda atkvæði er það eina sem tekið er til greina. Utankjörfundaratkvæði telst greitt þann dag sem fylgibréfið er dagsett.

Sjá nánar:

Tilkynning frá Íslandspósti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum