Hoppa yfir valmynd
28. maí 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Karlar til ábyrgðar

Félagsmálaráherra hefur sett verkefnið Karlar til ábyrgðar aftur á laggirnar.

Markmið verkefnisins er að veita körlum sem beitt hafa heimilisofbeldi meðferð og aðstoð séu þeir reiðubúnir að leita sér hjálpar vegna ofbeldis en verkefnið er liður í gildandi framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Verkefnið felur í sér einstaklings- og hópmeðferð fyrir karla sem beita maka sína ofbeldi sem og stuðning við maka þeirra karla sem leita sér aðstoðar. Fagleg ábyrgð verkefnisins verður í höndum Andrésar Ragnarssonar og Einars Gylfa Jónssonar, sálfræðinga.

Gert er ráð fyrir að starfandi verði sérstök verkefnisstjórn með þátttöku Jafnréttisstofu, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Samtaka um Kvennaathvarf en fulltrúi Jafnréttisstofu verður verkefnisstjóri. Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er m.a. að skilgreina þróun verkefnisins til framtíðar í samráði við meðferðaraðila, fylgjast með daglegri starfsemi og standa fyrir mati á árangri verkefnisins.

Félagsmálaráðherra mun ásamt öðrum aðstandendum verkefnisins kynna verkefnið á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 29. maí nk. kl. 11.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta