Hoppa yfir valmynd
1. júní 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl 2006

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársþriðjung ársins 2006 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu eykst handbært fé frá rekstri um 24,1 ma.kr. innan ársins, sem er 13 ma.kr. hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman 22,3 ma.kr. hagstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust um 10,3 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan gjöldin lækka um 2,7 ma.kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 21,9 ma.kr. sem er 2,5 ma.kr. betra en á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar –apríl 2006

(Í milljónum króna)

2002

2003

2004

2005

2006

Innheimtar tekjur

77.246

91.224

91.117

114.301

124.598

Greidd gjöld

80.131

83.693

91.818

103.202

100.458

Tekjujöfnuður

-2.885

7.531

-701

11.099

24.140

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-

-10.720

-

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-2.099

710

908

1.993

207

Handbært fé frá rekstri

-4.984

-2.479

207

13.092

24.347

Fjármunahreyfingar

2.619

14.900

365

7.518

-2.478

Hreinn lánsfjárjöfnuður

-2.365

12.421

536

19.356

21.869

Afborganir lána

-16.696

-5.642

-25.018

-29.826

-31.685

Innanlands

-6.688

-4.932

-3.170

-13.607

-9.179

Erlendis

-14.753

-710

-21.848

-16.219

-22.506

Greiðslur til LSR og LH

-3.000

-2.500

-2.500

-1.200

-1.320

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-22.061

4.279

-26.982

-11.670

-11.136

Lántökur

26.343

-550

32.004

13.949

6.456

Innanlands

2.190

9.141

11.618

2.169

2.910

Erlendis

24.153

-8.591

20.386

11.780

3.545

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

4.281

4.657

5.022

2.279

-4.680

Heildartekjur ríkissjóðs námu 124,6 ma.kr. á fyrsta þriðjungi þessa árs sem er 10,3 ma.kr meiri innheimta en á sama tíma í fyrra, eða 9% aukning. Ef hins vegar tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila nemur hækkunin 6,2%. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 114 ma.kr. sem er tæplega 12% hækkun frá síðasta ári. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 4,6% þannig að skatttekjur og tryggingagjöld hækkuðu að raungildi um tæp 7%.

Skattar á tekjur og hagnað námu 47,7 ma.kr. og hækkuðu um 12,1 ma.kr. frá síðasta ári, eða 34%. Munar þar mest um aukna innheimtu fjármagnstekjuskatts en á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs nam hún 13,9 ma.kr. sem er 44% aukning frá sama tíma árið á undan. Jafnframt skýrist 5 ma.kr. hækkun tekjuskatts lögaðila að mestu af áðurnefndri tilfærslu milli mánaða. Innheimt tryggingagjöld jukust einnig frá fyrra ári, eða um 14,3% en hér ber að nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,5% á sama tímabili. Innheimta eignarskatta nam 3,6 ma.kr. sem er lækkun um 29% frá sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 2,8 ma.kr. en innheimta þeirra hefur dregist saman frá fyrra ári um 15,3% sem er meðal annars vegna þess að dregið hefur úr skuldbreytingu lána.

Innheimta almennra veltuskatta nam 53 ma.kr. og jókst um 6,5% frá fyrra ári, eða 1,8% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti jukust um 4,2% sem jafngildir 0,4% raunlækkun. Þetta skýrist af lagabreytingu sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum.

Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að vörugjöld af ökutækjum skiluðu 42% meiri tekjum en á sama tíma í fyrra sem er umtalsverð aukning. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs fjölgaði nýskráðum bifreiðum um 16,8% og hefur dregið úr vextinum síðustu mánuði.

Greidd gjöld nema 100,5 ma.kr. og lækka um 2,7 ma.kr. frá fyrra ári, eða um 2,7%. Lækkunin skýrist alfarið af 7,6 ma.kr. lækkun vaxtagreiðslna þar sem stór flokkur spariskírteina var á innlausn í apríl í fyrra. Að vöxtum undanskildum hækka gjöldin um 4,8 ma.kr. eða 5,3%. Mest munar um heilbrigðismál sem hækka um 1,8 ma.kr. og 1,5 ma.kr. í almannatrygginga- og velferðarmálum. Þá hækka greiðslur til menntamála um 1,1 ma.kr. Samtals vega þessir þrír málaflokkar tæplega af heildargjöldum ríkissjóðs. Greiðslur til löggæslu hækka um 0,4 ma.kr. og greiðslur til menningarmála um sömu fjárhæð. Á móti vegur 0,8 ma.kr. lækkun til efnahags- og atvinnumála. Skýrist það einkum af lægri greiðslum til samgöngumála.

Lántökur ársins nema aðeins 6,5 ma.kr. þrátt fyrir 31,7 ma.kr. afborganir lána. Eiginfjárframlag ríkisins í Nýsköpunarsjóði var aukið um 1 ma.kr. á árinu og 1,3 ma.kr. voru greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs.

Tekjur ríkissjóðs janúar–apríl 2006

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

2004

2005

2006

2004

2005

2006

Skatttekjur og tryggingagjöld

84.209

101.914

117.173

14,4

21,0

15,0

Skattar á tekjur og hagnað

30.194

35.629

47.734

18,1

18,0

34,0

Tekjuskattur einstaklinga

20.969

22.963

25.759

12,2

9,5

12,2

Tekjuskattur lögaðila

2.952

3.024

8.076

-

-

-

Skattur á fjármagnstekjur

6.273

9.641

13.899

7,5

53,7

44,2

Eignarskattar

3.108

5.109

3.621

15,9

64,4

-29,1

Skattar á vöru og þjónustu

41.579

49.764

53.000

13,0

19,7

6,5

Virðisaukaskattur

28.529

34.457

35.906

15,0

20,8

4,2

Vörugjöld af ökutækjum

1.699

2.890

4.112

42,4

70,1

42,3

Vörugjöld af bensíni

2.619

2.760

2.812

18,3

5,4

1,9

Skattar á olíu

2.081

2.422

2.021

16,0

16,4

-16,6

Áfengisgjald og tóbaksgjald

3.092

3.238

3.397

-1,1

4,7

4,9

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

3.559

3.997

4.754

-3,0

12,3

18,9

Tollar og aðflutningsgjöld

858

956

886

8,1

11,3

-7,3

Aðrir skattar

156

221

232

975,1

41,5

5,1

Tryggingagjöld

8.314

10.236

11.699

7,0

23,1

14,3

Fjárframlög

132

186

253

-16,1

40,3

36,2

Aðrar rekstrartekjur

6.773

12.131

7.153

1,9

79,1

-41,0

Sala eigna

2

70

19

-

-

-

Tekjur alls

91.117

114.301

124.598

-0,1

25,4

9,0



Gjöld ríkissjóðs janúar-apríl 2006

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

2004

2005

2006

2005

2006

Almenn opinber þjónusta

10.527

23.426

16.235

122,5

-30,7

Þar af vaxtagreiðslur

5.915

11.652

4.068

97,0

-65,1

Heilbrigðismál

17.146

26.126

27.925

52,4

6,9

Almannatryggingar og velferðarmál

15.084

22.289

23.769

47,8

6,6

Efnahags- og atvinnumál

8.535

12.460

11.629

46,0

-6,7

Menntamál

7.446

10.496

11.592

41,0

10,4

Menningar-, íþrótta- og trúmál

3.271

4.422

4.825

35,2

9,1

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

2.141

2.948

3.380

37,7

14,7

Umhverfisvernd

842

899

955

6,9

6,2

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

48

135

147

182,3

9,1

Gjöld alls

65.039

103.202

100.458

58,7

-2,7



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta