Hoppa yfir valmynd
1. júní 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til námsefnisgerðar - stafrænt námsefni

Menntamálaráðuneytið auglýsir styrki til námsefnisgerðar. Um er að ræða gagnvirkt stafrænt námsefni sem verði aðgengilegt á netinu.

Menntamálaráðuneytið auglýsir styrki til námsefnisgerðar. Um er að ræða gagnvirkt stafrænt námsefni sem verði aðgengilegt á netinu. Áhersla er lögð á námsefni í ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði sem nýtist á mörkum grunnskóla og framhaldsskóla. Námsefnið skal nýtast sem stuðningur við einstaklingsmiðað nám og sveigjanleika í kennslu. Einnig skal námsefnið vera kennslufræðilega og tæknifræðilega frambærilegt og viðmót notenda aðgengilegt. Samvinna kennara og tölvufyrirtækja er æskileg. Þýðing á erlendu stafrænu námsefni kemur til greina.

Í styrkumsókn þarf að koma fram hvernig námsefnið tengist markmiðum aðalnámskráa, hvernig byggt er á notkun upplýsingatækni og hvernig gæðakröfur skuli uppfylltar. Í verkáætlun skal gera ráð fyrir að námsefnið verði tilbúið í ágúst 2007 og það verði öllum opið til notkunar a.m.k. í eitt ár.

Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 23. júní 2006.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta