Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2006
Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2006 og þar með tuttugustu og níundu úthlutun úr sjóðnum. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, nr. 361 frá 30. september 1977, sbr. auglýsingar nr. 673 frá 12. september 2000 og nr. 987 frá 19. október 2005 um breytingu á skipulagsskránni er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Stjórn sjóðsins úthlutar ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Í samræmi við 6. gr. skipulagsskrár fyrir sjóðinn hafa þeir aðilar, sem skipa skulu menn í stjórn sjóðsins valið eftirtalda til setu í henni fyrir yfirstandandi kjörtímabil, sem hófst hinn 1. janúar 2006 og stendur til ársloka 2009, en þeir eru: Margrét Bóasdóttir, söngkona, formaður skipuð af forsætisráðherra. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, varaformaður, tilnefndur af Seðlabanka Íslands. Jónína Michaelsdóttir, rithöfundur, Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og Björn Teitsson, magister, sem kjörin eru af Alþingi. Ritari sjóðsstjórnar er Sigfús Gauti Þórðarson, lögfræðingur. Í samræmi við 5. gr. skipulagsskrár sjóðsins voru styrkir auglýstir til umsóknar í fjölmiðlum um sl. áramót með umsóknarfresti til og með 28. febrúar sl. Til úthlutunar í ár koma allt að kr. 2.600.000. Alls bárust 80 gildar umsóknir um styrki að fjárhæð um 49,0 millj. kr. ‾
Úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2006 er sem hér segir:
Styrkþegi: |
Verkefni: |
Fjárhæð í kr.: |
|
1. |
Vinir SkaftholtsréttaKristján H. Guðmundsson Brúnum 801 Selfossi
|
Endurbygging Skaftholtsrétta, elstu fjárrétta landsins. |
150.000 |
2. |
Minjasafn AusturlandsRannveig Þórhallsdóttir safnstjóri Laufskógum 1 700 Egilsstöðum |
Forvarsla á ferjubáti, altaristöflu og brúðkaupstöflu. |
200.000 |
3. |
Minjasafnið á AkureyriKristín Sóley Björnsdóttir Aðalstræti 58 600 Akureyri
|
Skiltagerð til upplýsingar fyrir ferðamenn sem koma að Gásum í Eyjafirði.
|
100.000 |
4. |
Landsbókasafn Íslands-HáskólabókasafnSigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður Arngrímsgötu 3 107 Reykjavík
|
Að gera við handritið EVANGELIAE, Pistlar og Collectur, sem ber safnmerkið Lbs 1235 8vo. |
150.000 |
5. |
Björn Hróarssonhellafræðingur Strýtuseli 18 109 Reykjavík |
Að setja saman viðamikið alþýðlegt fræðirit um hraunhella á Íslandi.
|
150.000 |
6. |
Þórarinn Hjartarsonsagnfræðingur Spítalavegi 17 600 Akureyri
|
Að vinna við útgáfu á ástarljóðum Páls Ólafssonar í tilefni af einnar aldar ártíðar skáldsins. |
100.000 |
7. |
Íslensk sönglist/Ísalög-tónverkamiðstöð Jón Kristinn Cortez Tunguvegi 1 108 Reykjavík
|
Að gefa út öll einsöngslög dr. Páls Ísólfssonar. |
100.000 |
8. |
Hugrún Ívarsdóttirverkefnisstjóri Strandgötu 43 600 Akureyri |
Að gefa út bók á fjórum tungumálum um mynsturgerð í íslenskri matarmenningu. |
75.000 |
9. |
Rúnar LeifssonBlikabraut 1 230 Keflavík |
Að ljúka úrvinnslu uppgraftar sem fram fór 1960-1969 á miðaldabænum Reyðarfelli, og skrifa heildstæða úttekt á rannsókninni til útgáfu. |
100.000 |
10. |
NonnahúsBrynhildur Pétursdóttir safnvörður Aðalstræti 54 600 Akureyri |
Að setja upp sýningu árið 2007 í tilefni þess að þá eru liðin 150 ár frá fæðingu Jóns Sveinsonar, ,,Nonna”.
|
150.000 |
11. |
Seylan ehf.Hjálmtýr Heiðdal Laufásvegi 54 101 Reykjavík |
Að gera tvo heimildarþætti um íslenskan tónlistararf bæði fyrir sjónvarp og útgáfu á DVD diskum.
|
100.000 |
12. |
Hollvinir Húna IIÞorsteinn Pétursson Stapasíðu 11i 603 Akureyri
|
Til greiðslu á grunnkostnaði bátsins Húna II, þ.e. slipptöku, málningu, tryggingum og skoðunargjöldum. |
100.000 |
13. |
Þjóðminjasafn ÍslandsMargrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður Suðurgötu 41 101 Reykjavík
|
Að ljúka C-14 aldurs-greiningu á nokkrum miðaldatextilum og gera niðurstöður þeirra aðgengilegar með sýningu og í viðauka rannsóknarrits. |
150.000 |
14. |
Kvenfélagið Iðja, MiðfirðiAðalsteinn Helgason Dvalarheimilinu Grund Hringbraut 50 107 Reykjavík
|
Að ljúka grisjun í elsta hluta Ásdísarlundar í Miðfirði. |
50.000 |
15. |
GuðbrandsstofnunHólum í Hjaltadal Jón A. Baldvinsson vígslubiskup, form. stjórnar 551 Sauðárkróki
|
Að setja upp sýningu í tengslum við 900 ára afmæli Hólastaðar, þar sem gerð verða skil á sögu biskupanna. |
150.000 |
16. |
Félag um Þjóðlagasetursr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði Gunnsteinn Ólafsson, formaður Sjávargötu 19 225 Álftanesi
|
Sýning tengd þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar. |
150.000 |
17. |
Safnasafnið, SvalbarðseyriNíels Hafstein 601 Akureyri |
Viðgerð innandyra á ,,Gömlu Búð” sem reist var árið 1900 og flutt verður á lóð safnsins. |
100.000 |
18. |
Áhugahópur íbúa á Svalbarðsströndsr. Pétur Þórarinsson Laufási 601 Akureyri
|
Að vinna að lagfæringu og varðveislu gamalla minja í kirkjugarði að Svalbarði á Svalbarðsströnd. |
150.000 |
19. |
Þórbergssetursjálfseignarstofnun Þorbjörg Arnórsdóttir Hala Suðursveit 781 Hornafirði |
Að setja upp sýningu í minningu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. |
125.000 |
20. |
Landmark kvikmyndagerðDúi J. Landmark Gullteigi 18 105 Reykjavík |
Að framleiða kvikmynd um fuglalíf sem ber heitið ,,Út í móa”. |
150.000 |
21. |
Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík ses.Eiríkur P. Jörundsson sviðsstj. Grandagarði 8 101 Reykjavík |
Gerð handrits og undir-búningur að sýningu um tómthúslíf í Reykjavík á 19. öld. |
100.000 |
|
|
|
|
Alls kr. 2.600.000
Reykjavík 1. júní 2006