Hoppa yfir valmynd
7. júní 2006 Forsætisráðuneytið

Tvíhliða fundur með forsætisráðherra Póllands

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti síðdegis í dag fund með Kazimierz Marcinkiewicz forsætisráðherra Póllands í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Ræddu ráðherrarnir meðal annars um EES-samninginn og aðgang pólskra ríkisborgara að íslenskum vinnumarkaði í kjölfar nýtilkominnar lagasetningar á Alþingi. Ennfremur ræddu ráðherrarnir aukið samstarf á vettvangi Eystrasaltsráðsins, ekki síst á sviði umhverfismála og orkumála. Þá ræddu þeir framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á árunum 2009 - 2010.

Forsætisráðherranir munu taka þátt í leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins sem haldinn verður í Reykjavík á morgun.


                                                                                                                              Reykjavík 7. júní 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta