Hoppa yfir valmynd
8. júní 2006 Forsætisráðuneytið

Fundur með forsætisráðherra Rússlands

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Mikhail Y. Fradkov forsætisráðherra Rússlands
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Mikhail Y. Fradkov forsætisráðherra Rússlands

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti að loknum leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins í dag fund með Mikhail Y. Fradkov forsætisráðherra Rússlands í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Ræddu ráðherrarnir meðal annars tvíhliða samskipti þjóðanna á sviði viðskipta, orku- og umhverfismála, ferðamála, fiskveiða og menningarmála. Ennfremur ræddu ráðherrarnir málefni norðurhafa með hliðsjón af aukinni auðlindavinnslu og flutningum á svæðinu. Að lokum kynnti Halldór Ásgrímsson framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á árunum 2009 - 2010.

                                                                                                                     

 

                                                                                                              Reykjavík 8. júní 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta