Hreint og klárt er komið út
Hreint og klárt, vefrit umhverfisráðuneytisins, kom út í dag. Meðal efnis er frásögn af nýju leiðbeinandi vegakorti fyrir ökumenn á miðhálendinu sem er liður í átaki umhverfisráðuneytisins gegn utanvegaakstri. Af öðru efni má nefna umfjöllun um ferðamenn og friðlýst svæði, þar sem er að finna tölur um þróun fjölda ferðamanna, stærð og fjölda friðlýstra svæða og fjölda starfsvikna landvarða og sjálfboðaliða á vegum Umhverfisstofnunar. Þá er í Hreinu og kláru að finna frásögn af fjórðu skýrslu Íslands til Loftslagssamnings S.þ., umfjöllun um úrgangsmál og endurvinnslu.
Loks má nefna frásögn af alþjóðlegri ráðstefnu um samspil loftslagsbreytinga og hafstrauma sem umhverfisráðuneytið hefur haft forgöngu um að verði haldin hér á landi.