Hoppa yfir valmynd
9. júní 2006 Dómsmálaráðuneytið

Samningur um leigu á þyrlu undirritaður.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG undirrituðu í dag samning við forsvarsmenn fyrirtækisins Air Lift þá Bjarne Slapgard framkvæmdastjóra og Erlend Folstad markaðsstjóri um leigu á Super Puma þyrlu frá og með 1. október næstkomandi.
Ráðherra heldur ræðu við undirritun samnings um leigu á Super Puma þyrlu
Ráðherra heldur ræðu við undirritun samnings um leigu á Super Puma þyrlu

Fréttatilkynning
22/2006

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG undirrituðu í dag samning við forsvarsmenn fyrirtækisins Air Lift þá Bjarne Slapgard framkvæmdastjóra og Erlend Folstad markaðsstjóri um leigu á Super Puma þyrlu frá og með 1. október næstkomandi.
 
Landhelgisgæslan hefur um árabil verið í talsverðum samskiptum við Air Lift og hafa þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar m.a. starfað á Svalbarða og á hamfarasvæðunum í Pakistan á vegum Air Lift í fríum sínum til að öðlast meiri reynslu. Samstarf Landhelgisgæslunnar og Air Lift hefur einnig falist í samnýtingu á varahlutum. Air Lift er bæði með þyrlur af gerðinni Super Puma og Aerospatiale Dauphin líkt og Landhelgisgæslan.
 
Þyrlan er leigð til eins árs með möguleika á framlengingu. Samningurinn hljóðar upp á 14 milljónir króna á mánuði og 150 þúsund krónur fyrir hvern floginn flugtíma.  Áætlaður kostnaður við samninginn til eins árs er um 210 milljónir króna. Ríkiskaup hafði umsjón með samningsgerðinni. Fyrirhugað er að ganga frá samningum um aðra þyrlu fyrir nk. mánaðamót. Þá kynnti Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra í ræðu sinni í tilefni undirritunarinnar að það er stefna ríkisstjórnarinnar að kaupa tvær sambærilegar þyrlur á næsta ári.  Auk þess er fyrirhugað að endurnýja flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskip á næstunni eins og áður hefur verið kynnt.

 

Reykjavík 9. júní 2006



Ráðherra heldur ræðu við undirritun samnings um leigu á Super Puma þyrlu
Ráðherra heldur ræðu við undirritun samnings um leigu á Super Puma þyrlu
Ráðherra heldur ræðu við undirritun samnings um leigu á Super Puma þyrlu
Ráðherra heldur ræðu við undirritun samnings um leigu á Super Puma þyrlu
Ráðherra heldur ræðu við undirritun samnings um leigu á Super Puma þyrlu
Ráðherra heldur ræðu við undirritun samnings um leigu á Super Puma þyrlu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta