Hoppa yfir valmynd
16. júní 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Innritun í framhaldsskóla árið 2006

Innritun í framhaldsskóla fyrir komandi skólaár lauk mánudaginn 12. júní síðastliðinn. Skólarnir eru byrjaðir að vinna úr umsóknum og gert er ráð fyrir að búið verði að svara öllum umsóknum 23. júní.

Innritun í framhaldsskóla fyrir komandi skólaár lauk mánudaginn 12. júní síðastliðinn. Öll innritun í dagskóla fór nú fram á netinu í fyrsta sinn en í fyrra sóttu nemendur 10. bekkjar einir um með rafrænum hætti. Að þessu sinni bárust 6.614 nýjar umsóknir um skólavist í dagskóla þ.e. frá umsækjendum sem ekki voru við nám í framhaldsskólum á vorönn 2006. Alls 4.528 umsóknir voru frá nemendum sem eru að koma beint úr grunnskóla. Það er rúmlega 94% árgangsins. Alls 2.086 umsóknir eru frá einstaklingum sem eru að koma aftur til náms eftir hlé. Auk þess sækja 1.450 núverandi nemendur í framhaldsskólum um að skipta um skóla.


Samkvæmt upplýsingum sem aflað var hjá framhaldsskólunum í byrjun árs gera þeir ráð fyrir að taka inn um 6.800 nýja nemendur í dagskóla á haustönn 2006. Rými er því í skólunum í heild fyrir alla nýja umsækjendur en stærð hvers skóla og fjöldi plássa á námsbrautum, sem krefjast sérhæfðrar aðstöðu og búnaðar, ráða að lokum möguleikum skólanna til að verða við einstökum umsóknum.


Umsóknir nýnema dreifast nokkuð vel í samræmi við stærð skólanna. Þó eru umtalsvert fleiri umsóknir en pláss er fyrir í Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum á Akureyri.


Skólarnir eru byrjaðir að vinna úr umsóknum og gert er ráð fyrir að búið verði að svara öllum umsóknum 23. júní. Umsóknir sem ekki fást samþykktar í þeim skóla sem sótt eru sem fyrsta val eru sendar næsta varaskóla til afgreiðslu. Umsækjendur geta fylgst með afgreiðslu á umsóknarsvæði sínu á netinu.

Nánari upplýsingar veitir: Yfirstjórn menntamálaráðuneytis.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta