Hoppa yfir valmynd
16. júní 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýr félagsmálaráðherra tekur við embætti

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra

Nýr félagsmálaráðherra, Magnús Stefánsson tók við embætti félagsmálaráðherra á ríkisráðsfundi í gær, 15. júní, og kom til starfa í félagsmálaráðuneytinu seinni partinn.

Jón Kristjánsson, fráfarandi félagsmálaráðherra, afhenti honum lyklana að ráðuneytinu og afhenti honum kynjagleraugu sem hann bað hann um að hafa uppi við í störfum sínum sem félagsmálaráðherra.

Að því loknu hitti ráðherrann starfsfólk ráðuneytisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum