Hoppa yfir valmynd
19. júní 2006 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra með yfirherhöfðingja Atlantshafsbandalagsins

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og  James L. Jones, yfirhershöfðingi
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og James L. Jones, yfirhershöfðingi

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 034

Dagana 19. og 20. þessa mánaðar er James L. Jones yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins staddur hér á landi í boði íslenskra stjórnvalda.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með hershöfðingjanum í utanríkisráðuneytinu. Á fundinum var rætt um málefni Atlantshafsbandalagsins, s.s. þróun bandalagsins, þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu starfi og stuðning við aðgerðir. Einnig var rætt um stöðu mála í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf ríkjanna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta