Opnun Mývatnsstofu
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra opnaði í gær Mývatnsstofu, nýja upplýsingamiðstöð og gestastofu í Mývatnssveit.
Mývatnsstofa er samvinnuverkefni Skútustaðahrepps og Umhverfisstofnunar.
Í gestastofunni er hægt að fræðast um náttúru Mývatnssveitar í máli og myndum og einnig er hægt að fá allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu sem í boði er í Mývatnssveit og víðar. Í húsnæðinu er einnig rekin kaffisala á vegum eigenda hótels Reykjahlíðar.