Hoppa yfir valmynd
21. júní 2006 Utanríkisráðuneytið

Nýtt vefsetur í Brussel

Vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel
Vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel - www.iceland.org/be

Árið 1967 þegar höfuðstöðvar NATO voru fluttar frá París til Brussel var fastanefnd Íslands hjá NATO einnig færð á milli borganna tveggja. Á sama tíma var ákveðið að útvíkka hlutverk hennar á þann veginn að nefndin varð til viðbótar að sendiráði Íslands gagnvart Belgíu og Evrópubandalaginu (forveri Evrópusambandsins). Tæpum tuttugu árum síðar ákveðið að skipta starfseminni upp með þeim hætti að starfsemi sendiráðsins yrði skilin frá fastanefnd NATO. Þar með var tólfta íslenska sendiskrifstofan stofnuð og er hún nú fjölmennasta sendiskrifstofa Íslands.

Starfsemi sendiráðsins snýr aðallega að Evrópusamstarfi vegna EES-samningsins og þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu. Önnur starfsemi sendiráðsins varðar hefðbundið hlutverk sendiráða, þ.e.a.s. að veita aðstoð við Íslendinga í umdæmisríkjunum (Belgíu, Lúxemborg, Liectenstein og Marokkó) og gæta hagsmuna Íslands, s.s. á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningarmála.

Nýtt vefsetur sendiráðsins - www.iceland.org/be - er á fjórum tungumálum - ensku, frönsku, flæmsku og íslensku - og hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi og þjónustu sendiráðsins auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.



Vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel
Vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel - www.iceland.org/be

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta