Nýr aðstoðarmaður umhverfisráðherra
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, hefur verði ráðinn aðstoðarmaður Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra og mun hann hefja störf í ráðuneytinu í dag fimmtudaginn 22. júní.
Einar er 41árs með MS próf í veðurfræði frá Óslóarháskóla. Hann var aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur fyrrverandi umhverfisráðherra á árunum 1999-2003 og hefur að undanförnu starfað sem deildarstjóri sérþjónustu á Veðurstofu Íslands.
Fréttatilkynning nr. 14/2006
Umhverfisráðuneytið