Aðstoðarmaður utanríkisráðherra
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 036
Sigfús Ingi Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra.
Sigfús Ingi er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stirling háskóla í Skotlandi. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og er í leyfi þaðan á meðan hann gegnir stöðu aðstoðarmanns.
Sigfús Ingi tekur til starfa á næstu dögum.