Hoppa yfir valmynd
23. júní 2006 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Svavar Gestsson sendiherra afhenti 21. júní trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Tyrklandi, með aðsetur í Kaupmannahöfn. Það var Ahmet Necdet Sezer forseti sem veitti trúnaðarbréfinu viðtöku og fór athöfnin fram í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Eftir afhendinguna ræddi forsetinn við sendiherrann. Meðan á dvöl sendiherrans í Tyrklandi hefur staðið, hefur sendiherra átt fundi með ráðamönnum í Tyrklandi, fulltrúum þings og ríkisstjórnar. Þá átti hann fund með norrænum sendiherrum í Ankara, auk ræðismanna Íslands. Sendiherrann mun jafnframt heimsækja Actavis sem hefur aðsetur í Istanbul.

Í viðtölum við tyrkneska ráðamenn gerði sendiherra meðal annars grein fyrir stöðu mála varðandi undirbúning að framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Guðrún Ágústsdóttir, eiginkona sendiherrans, er með honum í þessari för.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta