Hoppa yfir valmynd
25. júní 2006 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur EFTA á Íslandi

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

 

Nr. 037

Dagana 25. til 26. júní næstkomandi verður haldinn á Höfn í Hornafirði ráðherrafundur EFTA. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra stýrir fundinum en Ísland fer nú með formennsku í EFTA. Á fundinum munu ráðherrarnir ræða m.a. samskipti EFTA-ríkjanna, fríverslunarsamninga EFTA við þriðju ríki, samskipti EFTA ríkjanna við ESB og áhuga Færeyja á að hljóta aðild að EFTA. 

Á fundinum munu utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Liechtenstein ennfremur undirrita fríverslunarsamning EFTA við Tollabandalag Suður-Afríkuríkja. Verður þetta fyrsti fríverslunarsamningur sem EFTA ríkin gera við ríki í Afríku sunnan Sahara. Stefnt er að því að undirritun samnings ljúki á í næsta mánuði.

Ráðherrarnir munu einnig eiga fund með þingmanna- og ráðgjafarnefndum EFTA. 

Ráðherrafund EFTA sækja, auk Valgerðar Sverrisdóttir utanríkisráðherra, Joseph Deiss   efnahagsráðherra Sviss, Odd Eriksen viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs og Rita Kieber-Beck utanríkisráðherra Liechtenstein.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta