Hoppa yfir valmynd
29. júní 2006 Utanríkisráðuneytið

Ráðstefna um sjálfbæra orkunýtingu í þróunarríkjum

Alþjóðaráðstefna um sjálfbæra orkunýtingu í þróunarríkjum
Alþjóðaráðstefna um sjálfbæra orkunýtingu í þróunarríkjum

Alþjóðaráðstefna um sjálfbæra orkunýtingu í þróunarríkjum

með áherslu á jarðhita og vetnistækni

28. – 29. september 2006

(Ráðstefna skipulögð af utanríkisráðuneytinu og efnahags- og félagsmálaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (DESA) í samvinnu við iðnaðarráðuneytið og umhverfisráðuneytið.)

Fjallað verður um leiðir til efla hagkvæma nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í þróunarríkjum og hugsanlegt hlutverk vetnistækni í því sambandi. Rætt verður hvernig opna megi þróunarríkjum tækifæri í nýju orkuumhverfi, þar sem endurnýjanlegir frumorkugjafar á borð við jarðhita og vindorku gegni vaxandi hlutverki og vetni verði notað sem orkuberi.

Tekið verður mið af íslenskri orkustefnu sem byggist á samkeppnishæfri nýtingu innlendra endurnýjanlegra orkugjafa. Rætt verður um möguleika þess að nýta reynslu Íslendinga fyrir önnur ríki og þá sér í lagi lítil eyþróunarríki sem búa yfir jarðhita eða öðrum endurnýjanlegum frumorkugjöfum.

Kynnt verða vetnisáform Íslendinga þar sem stefnt er að því að auka hlut endurnýjanlegrar orku í orkubúskapnum enn frekar. Kannaðir verða möguleikar þess að koma á fót samstarfsverkefni í litlu eyþróunarríki um þróun samkeppnishæfrar jarðhitanýtingar í tengslum við vetnisframleiðslu til að draga úr innflutningi jarðefniseldsneytis og stuðla að sjálfbærum orkubúskap.



Alþjóðaráðstefna um sjálfbæra orkunýtingu í þróunarríkjum
Alþjóðaráðstefna um sjálfbæra orkunýtingu í þróunarríkjum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta