Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Einkaneysla

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Í nýlegri þjóðhagsspá ráðuneytisins hefur vöxtur einkaneyslu verið endurskoðaður til lækkunar miðað við fyrri áætlun.

Gert er ráð fyrir meiri veikingu á gengi krónunnar í ár og á næsta ári en í síðustu spá. Í endurskoðaðri spá er áætlað að einkaneysla vaxi að raunvirði um 1,7% á þessu ári (í stað 2,2%) og um 0,2% á næsta ári (í stað 0,5%). Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir fyrsta ársfjórðung 2006 jókst einkaneysla um 12,6% að magni miðað við sama tíma í fyrra. Vísbendingar eru um að vöxtur einkaneyslu sé tekinn að dragast saman og í spánni er gert ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um 1,5% á næstu þremur ársfjórðungum miðað við sama tíma í fyrra.

Þróun einkaneyslu og helstu áhrifaþættir hennar

Þróun einkaneyslu og helstu áhrifaþættir hennar

Líkt og áður hefur verið bent á telur ráðuneytið að núverandi hagsveifla sé um margt ólík þeirri síðustu þegar einkaneysla dróst saman árin 2001-2002. Í spánni er gert ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 3,5% á þessu ári og um 3,3% á því næsta en í síðustu niðursveiflu var vöxtur kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann töluvert minni.

Gert er ráð fyrir minni veikingu krónunnar í ár en árið 2001 en gengi krónunnar hefur áhrif á kaupmátt landsmanna. Þá eru stýrivextir orðnir hærri en um aldamótin og reiknað með frekari hækkun þeirra. Í vorskýrslu fjármálaráðuneytisins var eignastaða heimila áætluð út frá heildarfasteignamati íbúðarhúsnæðis og hreinni lífeyriseign landsmanna.

Niðurstöður leiddu í ljós að hrein eign heimila (þ.e. eignir umfram skuldir) hefur vaxið hraðar í núverandi uppsveiflu en í þeirri fyrri. Auðsáhrifin eru því sterkari í dag en fyrir fimm árum. Í ljósi ofangreindra þátta telur fjármálaráðuneytið raunhæft að gera ráð fyrir áframhaldandi vexti á einkaneyslu á þessu og næsta ári.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta