Fulltrúi við fastanefnd Íslands gagnvart ESB
Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, hefur tekið til starfa sem fulltrúi ráðuneytisins við fastanefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel.
Sigurbergur mun gegna stöðunni í þrjú ár. Áður gegndi Jakob Falur Garðarsson þessari stöðu. Hlutverk fulltrúa ráðuneytisins hjá ESB er að fylgjast með málum á öllum sviðum samgangna er varða Ísland.
Karl Alvarsson lögfræðingur er settur skrifstofustjóri fjarskipta og öryggismála í fjarveru Sigurbergs.