Nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu
Fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) var opnuð árið 1952 þegar Norður-Atlantshafsráðið var gert að fastaráði með aðsetur í París. Fastanefndin var flutt þegar höfuðstöðvar NATO fluttust til Brussel árið 1967. Fastanefndin fer með fyrirsvar íslenskra stjórnvalda gagnvart Norður-Atlantshafsráðinu. Fastanefndin fer jafnframt með fyrirsvar gagnvart Vestur-Evrópusambandinu (VES/WEU) og Efnavopnastofnuninni (OPCW) í Haag.
Nýtt vefsetur fastanefndarinnar er á tveimur tungumálum - ensku og íslensku - og hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi fastanefndarinnar auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.