Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2006 Utanríkisráðuneytið

Breytingar á yfirstjórn ráðuneytisins

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 040

Frá og með 21. júlí mun Grétar Már Sigurðsson skrifstofustjóri á viðskiptaskrifstofu taka við stöðu ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu.

Gunnar Snorri Gunnarsson, sem verið hefur ráðuneytisstjóri undanfarin fjögur ár, flyst í haust til starfa erlendis fyrir utanríkisþjónustuna.

Þorsteinn Ingólfsson sendiherra, sem undanfarin þrjú ár hefur setið í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna mun taka til starfa á skrifstofu utanríkisráðherra.

Jörundur Valtýsson, sem undanfarin tvö ár hefur starfað sem deildarstjóri í forsætisráðuneytinu, hefur þegar hafið störf á skrifstofu utanríkisráðherra.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta