Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2006 Forsætisráðuneytið

Þriðji fundur Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf

Þriðji fundur Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf ríkjanna fór fram í dag í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Rætt var um hvernig vörnum Íslands verði háttað eftir brottför varnarliðsins og með hvaða hætti gengið verði frá samkomulagi um þær. Jafnframt fór í fyrsta sinn fram efnisleg umræða um einstök atriði sem lúta að yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar og hvernig verði farið með mannvirki Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins á varnarsvæðinu. Vel miðaði í viðræðunum í dag og gert er ráð fyrir næsta fundi samninganefndanna í byrjun ágúst.

 

                                                                                                           Reykjavík 7. júlí 2006

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta