Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2006 Matvælaráðuneytið

Sumarfundur matvælaráðherra Norðurlanda

Fréttatilkynning frá Sjávarútvegsráðuneyti

Sumarfundur matvælaráðherra Norðurlanda

 

Sumarfundur matvælaráðherra Norðurlanda var haldinn 6. júlí í Svolvær í Lofoten í Noregi. Á fundinum var m.a. rætt um ólöglegar og óábyrgar veiðar s.k. sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg og í Barentshafi. Í samþykkt ráðherranna um málið var m.a. samþykkt að Norðurlöndin standi saman og vinni brautargengi lista yfir svonefnd sjóræningjaskip, sem næði til alls Atlantshafsins, líkt og samþykkt var fyrir mánuði á fundi sjávarútvegsráðherra við Norður-Atlantshafið. Slíkt alþjóðlegt samstarf gæti náð frá Íslandi, Noregi, Grænlandi og Kanada í norðri til Namibíu, Suður-Afríku og Argentínu í suðri. Ennfremur var samþykkt að Norðurlöndin noti öll tækifæri sem þau hafa í alþjóðasamtarfi til að stuðla að baráttu gegn ólöglegum og óábyrgum veiðum í höfunum.

 

Þá vilja ráðherrarnir að stuðlað verði að bættri heilsu og lífsgæðum Norðurlandabúa með því að hrinda í framkvæmd áætlun þar sem lögð er áhersla á betra mataræði og hreyfingu. Í framkvæmdaáætluninni verða upplýsingar um matarvenjur og líkamsrækt á Norðurlöndunum og hve mörg prósent íbúanna eru of þungir samanborið við aðrar þjóðir. Ætlunin er að stuðla að heilbrigðara lífernir með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Í því sambandi hefur fiskur og sjávarfang veigamiklu hlutverki að gegna sem mikilvægur þáttur í hollu mataræði.

 

Á vef Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar, norden.org, má finna allar samþykktir og ályktanir sem gerðar voru á fundinum í Svolvær.

 

 

Sjávarútvegsráðuneytinu 10. júlí 2006

 

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta