Tillögur nefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um uppbyggingu heildstæðrar öldrunarþjónustu á Suðurlandi
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði með bréfi, dags. 12. janúar 2006, nefnd til að gera tillögur um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu á Suðurlandi, einkum á þjónustusvæði HSu (Heilbrigðisstofnunar Suðurlands).
Nefndinni var falið að fara yfir stöðu öldrunarmála og meta þörf fyrir öldrunarþjónustu á svæðinu. Samkvæmt skipunarbréfi áttu tillögurnar annars vegar að ná til brýnna verkefna sem hægt væri að leysa innan árs og hins vegar að lúta að uppbyggingu öldrunarþjónustu til allt að tíu ára.