Nýr framhaldsskóli – kynningarfundur menntamálaráðherra í dag 11. júlí í Þjóðminjasafni
um nýja sýn á tilhögun náms í framhaldsskólum í kjölfar skýrslu starfsnámsnefndar.
Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, boðar til fréttamannafundar
um nýja sýn á tilhögun náms í framhaldsskólum í kjölfar skýrslu starfsnámsnefndar.
Fundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu, fyrirlestrasal á 1. hæð,
þriðjudaginn 11. júlí frá kl. 14:00 – 14:45.
Á fundinum verður m.a. fjallað um:
- Bóknám - starfsnám. Skörp skil eða þverfagleg tenging?
- Nýjar námsleiðir í framhaldsskóla eða óbreytt staða?
- Frelsi og ábyrgð framhaldsskóla eða miðstýring?
- Valfrelsi nemenda?
- Inntak náms til stúdentsprófs?
- Tengsl grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.
- Tengsl við atvinnulíf.
Að loknu yfirliti menntamálaráðherra mun Jón B. Stefánsson,
skólameistari, gera stutta grein fyrir tillögum nefndarinnar.