Starfsmaður í móttöku
Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir starfsmanni í móttöku ráðuneytisins. Um er að ræða fullt starf.
Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir starfsmanni í móttöku ráðuneytisins. Um er að ræða fullt starf. Leitað er eftir einstaklingi sem er gæddur þjónustulund, lipur í mannlegum samskiptum og hefur létta lund. Starfið felst m.a. í símsvörun, móttöku viðskiptavina, fjölritun, umsjón með póstþjónustu innanhúss og almennri fyrirgreiðslu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir Bjarndís Jónsdóttir deildarstjóri í þjónustudeild.
Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2006.