Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kjararáð skipað

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 16/2006

Með lögum nr. 47/2006, um kjararáð, var ákveðið að setja á laggirnar nýjan úrskurðaraðila, kjararáð, sem ætlað er að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Lögin tóku gildi 1. júlí sl. Jafnframt féllu úr gildi lög nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd.

Samkvæmt 2. gr. laga nr. 47/2006 skal kjararáð skipað fimm ráðsmönnum og jafnmörgum vararáðsmönnum. Alþingi kýs þrjá ráðsmenn. Hæstiréttur skipar einn ráðsmann og fjármálaráðherra annan. Sömu aðilar velja vararáðsmenn. Kjararáðsmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn. Kjararáð velur sér sjálft formann og varaformann úr hópi aðalmanna.

Kjararáð hefur nú verið skipað og eiga eftirtalin þar sæti:
Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður, Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur og Kristinn Hallgrímsson, lögmaður, kosin af Alþingi, Jakob R. Möller, lögmaður, skipaður af Hæstarétti og Guðrún Zoëga, verkfræðingur, skipuð af fjármálaráðherra. Varamenn eru Eva Dís Pálmadóttir, lögmaður, Svanhildur Kaaber, skrifstofustjóri og Ása Ólafsdóttir, lögmaður, kosin af Alþingi, Kristinn Bjarnason, lögmaður, skipaður af Hæstarétti og Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur, skipuð af fjármálaráðherra.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta