Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skipaður starfshópur um ættleiðingarstyrki

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra skipaði í dag starfshóp sem ætlað er að semja tillögur að nýjum reglum um ættleiðingarstyrki til foreldra er ættleiða börn frá öðrum löndum í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar þar að lútandi. Starfshópnum er ætlað að skila félagsmálaráðherra tillögum um hugsanlegar laga- og reglugerðarbreytingar fyrir 1. október nk. með það að markmiði að greiðslur ættleiðingarstyrkja hefjist 1. janúar 2007.

Guðmundur Páll Jónsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, er formaður starfshópsins og aðrir fulltrúar eru Guðmundur Örvar Bergþórsson og Jóhanna Gunnarsdóttir, tilnefnd af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Elmar Hallgríms Hallgrímsson og Ingibjörg Helga Helgadóttir, tilnefnd af fjármálaráðuneytinu, og Karl Steinar Valsson, skipaður af félagsmálaráðherra án tilnefningar.

Starfsmaður starfshópsins verður Björg Kjartansdóttir, deildarsérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu.  



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta