Fræðst um einkavæðingu á Íslandi
Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 17/2006
Í síðustu viku var á ferð hér á landi hópur japanskra þingmanna og var tilgangurinn með ferð þeirra m.a. að kynna sér einkavæðingu hér á landi.
Japanskir þingmenn kynna sér einkavæðingu á fundi í fjármálaráðuneytinu
Óskuðu þingmennirnir sérstaklega eftir að fræðast um verklag við sölu á eignarhlut ríkisins í Símanum sem fram fór á síðsta ári.
Þingmennirnir eiga allir sæti í allsherjarnefnd fulltrúadeildar japanska þingsins, en undir hana heyra m.a. póst- og fjarskiptamál. Með þingmönnunum í för voru embættismenn frá innanríkis- og fjarskiptaráðuneyti Japans, auk starfsmanna japanska þingsins.
Sendinefndin átti fund í fjármálaráðuneytinu með Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra, sem sæti á í einkavæðingarnefnd, og Stefáni J. Friðrikssyni, sérfræðingi í fjármálaráðuneytinu og starfsmanni einkavæðingarnefndar.