Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp um réttarstöðu eigenda og íbúa frístundahúsa

Félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um réttarstöðu eigenda og íbúa frístundahúsa samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum og gera tillögur um nauðsynlegar breytingar ef þörf krefur.

Starfshópnum er falið að kanna hvort þörf sé á að semja heildstæða löggjöf um frístundahús eða réttarstöðu eigenda og íbúa slíkra húsa. Meðal atriða sem til álita kemur að slík löggjöf taki til eru samskipti sveitarfélaga og sumarhúsaeigenda, réttur sumarhúsaeigenda gagnvart landeigendum, skipulag þjónustu á vegum opinberra aðila og öryggi þeirra sem dvelja í frístundahúsum.

Í starfshópnum eru: Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu, Jana Friðfinnsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda, og Gylfi Kristinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, sem er formaður.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum til ráðherra fyrir 1. mars 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum