Hoppa yfir valmynd
31. júlí 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns

Umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns byggða á lögum nr 85/2005 um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Með lögunum er stuðlað að verndun vatnasviðs og sérstaks lífríkis Þingvalavatns. Reglugerðin kveður nánar á um framkvæmd verndunar vatnsviðsins.  Almenna reglan er sú að óheimilt er að gera nokkuð það sem getur spillt vatni eða mengað hvort sem um er að ræða yfirborðsvatn eða grunnvatn. Þá er óheimilt að raska búsvæðum og hrygningarstöðvum bleikjuafbrigða og urriðastofna sem lifa í Þingvallavatni.

Innan verndarsvæðisins eru gerðar strangari kröfur en almennt hvað varðar: frárennsli frá byggingum, lagningu og viðhaldi vega. Einnig til þungaflutninga og flutninga á hættulegum efnum.  Þá eru gerðar ýtarlegar kröfur til ræktunarframkvæmda og notkun áburðar og í lögunum er kveðið á um það að fiskirækt í Þingvallavatni og nágrenni þess sé óheimil.

Reglugerðin segir til um það að Heilbrigðisnefnd Suðurlands skuli í samráði við sveitarstjórnir á verndarsvæðinu gera aðgerðaráætlun fyrir verndun vatns sem umhverfisráðherra samþykkir.  Aðgerðaráætlunina á að kynna fyrir hagsmunaaðilum með áherslu á að koma upplýsingum til ábúenda, sumarhúsaeigenda og aðila í þjónustustarfsemi.    

 

Fréttatilkynning nr. 16/2006

Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta