Íþróttasjóður 2007
Úr Íþróttasjóði, sem starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 188/1999 og reglugerð nr. 388/2001 um breytingu á þeirri reglugerð, má veita framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:
- Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
- Íþróttarannsókna.
- Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.
Umsóknir um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2007 skulu berast Íþróttanefnd, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum, í síðasta lagi 1. október 2006. Reglugerð sjóðsins og eyðublöð fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins og á vef þess, menntamalaraduneyti.is