Menntamálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra lögfræðisviðs í ráðuneytinu
Skrifstofustjóri stýrir daglegri starfsemi á lögfræðisviði, en hægt er að fela skrifstofustjóra umsjón með annarri skrifstofu eða sviði í ráðuneytinu.
Skrifstofustjóri stýrir daglegri starfsemi á lögfræðisviði, en hægt er að fela skrifstofustjóra umsjón með annarri skrifstofu eða sviði í ráðuneytinu. Lögfræðisvið undirbýr ákvarðanir um lögfræðileg málefni og veitir lögfræðilega ráðgjöf innan ráðuneytisins. Lögfræðisvið hefur yfirumsjón með samningu lagafrumvarpa og reglugerða og undirbúning stjórnsýsluúrskurða, auk þess sem það fer með samskipti við skrifstofu Alþingis. Lögfræðisvið hefur af hálfu ráðuneytisins umsjón með lögformlegri framkvæmd EES-samningsins og alþjóðlegra samninga sem ráðuneytið fer með aðild Íslands að. Sviðið fer með starfsmannamál stofnana sem heyra undir ráðuneytið eftir því sem við á, þ.m.t. skipun forstöðumanna.
Umsækjendur skulu hafa lokið embættisprófi í lögfræði eða hafa sambærilega menntun. Við mat á umsóknum verður litið til menntunar og starfsreynslu.
Í umsókn skal veita upplýsingar um menntun, starfsferil og reynslu.
Skipað er í embættið frá 1. nóvember nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneyti. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 30. ágúst nk.